Hvar og hvernig eiga lífeyrissjóðir að ávaxta fjármuni sína? Bolli Héðinsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar?
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun