Baráttudagur gegn einelti og kynferðisofbeldi Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar