Baráttudagur gegn einelti og kynferðisofbeldi Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun