Ríkisstjórn gegn framförum? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun