Stóra stundin er runnin upp hjá strákunum Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 07:00 Íslensku landsliðsstrákarnir á æfingu í Zagreb í gær. Framtíð liðsins á HM 2014 ræðst í Maksimir-leikvanginum í kvöld. Mynd/Vilhelm „Það væri hálfgerður skandall ef lið eins og Króatía kæmist ekki á HM. Við erum auðvitað bara í fyrsta sinn í umspili um að komast á HM. Við höfum engu að tapa. Pressan er á þeim,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Miðjumaðurinn verður í eldlínunni með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er liðið mætir Króötum í hreinum úrslitaleik um það hvor þjóðin öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Eftir markalaust jafntefli er ljóst að sigur eða jafntefli myndi tryggja íslenska liðinu farseðilinn til Brasilíu. Verði jafnteflið markalaust verður framlengt og í kjölfarið gripið til vítaspyrnukeppni. „Þótt það sé skrýtið að segja það þá erum við bara níutíu mínútum frá því að komast á HM,“ segir Gylfi Þór sem reyndi að halda sig á jörðinni í samtölum við blaðamenn ytra í gær. Þá list kunna fáir betur en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. Svo virðist sem blóðið renni varla í Svíanum sem fimm sinnum fór með sænska karlalandsliðið á stórmót. „Þegar við komum út á völl fyrir leikinn þá verður auðvitað mikil spenna. Ég tel mig hafa lært í gegnum tíðina að takist mér að halda einbeitingu og ró minni geri ég betur í starfi mínu sem þjálfari,“ segir sænski skógarbóndasonurinn sem vonast til að skrifa nýjan kafla í sögu Íslands. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
„Það væri hálfgerður skandall ef lið eins og Króatía kæmist ekki á HM. Við erum auðvitað bara í fyrsta sinn í umspili um að komast á HM. Við höfum engu að tapa. Pressan er á þeim,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Miðjumaðurinn verður í eldlínunni með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er liðið mætir Króötum í hreinum úrslitaleik um það hvor þjóðin öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Eftir markalaust jafntefli er ljóst að sigur eða jafntefli myndi tryggja íslenska liðinu farseðilinn til Brasilíu. Verði jafnteflið markalaust verður framlengt og í kjölfarið gripið til vítaspyrnukeppni. „Þótt það sé skrýtið að segja það þá erum við bara níutíu mínútum frá því að komast á HM,“ segir Gylfi Þór sem reyndi að halda sig á jörðinni í samtölum við blaðamenn ytra í gær. Þá list kunna fáir betur en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. Svo virðist sem blóðið renni varla í Svíanum sem fimm sinnum fór með sænska karlalandsliðið á stórmót. „Þegar við komum út á völl fyrir leikinn þá verður auðvitað mikil spenna. Ég tel mig hafa lært í gegnum tíðina að takist mér að halda einbeitingu og ró minni geri ég betur í starfi mínu sem þjálfari,“ segir sænski skógarbóndasonurinn sem vonast til að skrifa nýjan kafla í sögu Íslands.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira