32 ár síðan að engin Norðurlandaþjóð var á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Svíinn Zlatan Ibrahimovic er hugsanlega skærasta knattspyrnustjarnan sem missir af HM í Brasilíu næsta sumar. Mynd/AFP FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira