Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir umsóknir hefur ekki verið gefin upp. Mynd/Daníel Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“ Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira