Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 07:30 Þórir fagnar með stelpunum sínum. Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar. Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar.
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira