Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl Kolbein Tumi Daðason skrifar 19. desember 2013 08:30 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/E.Stefán „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
„Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira