Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Heimasíða Vålerenga Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira