Enski boltinn

Anderson kominn til Fiorentina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manchester United hefur samþykkt að lána Brasilíumanninn Anderson til Fiorentina á Ítalíu til loka núverandi leiktíðar.

Fiorentina staðfesti komu Anderson í dag en hann gekkst undir læknisskoðun í gær.

„Takk fyrir allt sem þú gafst mér, Manchester United,“ skrifaði Anderson á Instagram-síðuna sína og sendi stuðningsmönnum sínar bestu kveðjur.

„En núna verð ég að fara því ég þarf virkilega á því að halda að spila meira,“ sagði Anderson en hann hefur komið við sögu í átta leikjum United undir stjórn David Moyes í haust.

Moyes telur að þetta gæti reynst Anderson vel. „Hann hefur ekki spilað eins mikið og hann hefur sjálfur viljað og þetta gæti verið gott tækifæri fyrir hann.“

Anderson kom til United frá Porto í Portúgal árið 2007 fyrir 20 milljónir punda. Hann spilaði alls 177 leiki með United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×