Danmörk hafði betur gegn Tékklandi, 33-29, í Herning í kvöld og tryggðu þar með að liðið fari áfram í millriðlakeppnina með fjögur stig.
Danir fóru mikinn í fyrri hálfleik og skoruðu þá 21 mark gegn sextán frá Tékkum, sem náðu aldrei að ógna forystu Dananna í síðari hálfleik.
Þar með er ljóst að Tékkland er úr leik á EM í handbolta en Austurríki, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, kemst í milliriðlakeppnina. Austurríki tapaði fyrr í dag fyrir Makedóníu og fer því áfram án stiga.
Ísland og Austurríki eigast við í fyrstu umferð milliriðlakeppninar á laugardaginn.
Danir unnu alla leiki sína í A-riðli og virðast til alls líklegir í milliriðlinum.
Danir unnu og Patti komst áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
