Skyttan unga, Ólafur Andrés Guðmundsson, byrjaði EM utan hóps en kom svo inn eftir fyrsta leik. Hann fær væntanlega tækifæri gegn Spánverjum í dag.
„Það er ánægjulegt að vera kominn inn í hóp. Þetta snýst um að halda haus og vera tilbúinn þegar kallið kemur. Vera klár á sínu hlutverki og gera það með sæmd,“ sagði Ólafur við Vísi eftir æfingu íslenska liðsins í gær.
„Ég verð klár ef að kallið kemur og mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Ólafur en hvernig metur hann líkurnar gegn Spánverjum?
„Þeir eru gríðarlega sterkir og þetta verður erfitt. Við förum samt í hann til þess að vinna.“
Viðtalið við Ólaf í heild sinni má sjá hér að ofan.
Ólafur: Verð klár ef kallið kemur
Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn