Fótbolti

AC Milan sló Hörð Björgvin og félaga út úr bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keisuke Honda fagnar marki sínu með þeim Robinho og Andrea Poli.
Keisuke Honda fagnar marki sínu með þeim Robinho og Andrea Poli. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia eru úr leik í ítalska bikarkeppninni eftir 3-1 tap á móti AC Milan á San Siro í kvöld en þetta var fyrsti leikur AC síðan að Massimiliano Allegri var rekinn.

Mauro Tassotti stýrði liði AC Milan í þessum leik en Hollendingurinn Clarence Seedorf mun síðan taka við liðinu.

Hörður Björgvin Magnússon fékk ekkert að koma við sögu í þessum leik en hann er í láni hjá b-deildarliðinu. Nicola Ferrari minnkaði muninn fyrir Spezia í uppbótartíma leiksins.

Robinho (28.mínúta) og Giampaolo Pazzini (31. mínúta) komu AC Milan í 2-0 þegar þeir skoruðu aðeins með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleiknum og Keisuke Honda skoraði síðan þriðja markið í upphafi seinni hálfleiksins. Þetta var fyrsta mark Keisuke Honda fyrir AC Milan síðan að hann kom til liðsins CSKA Moskvu.

AC Milan mætir Udinese í átta liða úrslitum keppninnar en Udinese sló óvænt út Internazionale í sextán liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×