Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 21:01 Baldur Þór Ragnarsson. Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira