Körfubolti

Keflvíkingar með tvo sigra á Njarðvík í fyrsta sinn í níu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Johnston er með hundrað prósent sigurhlutfall á móti Njarðvík.
Andy Johnston er með hundrað prósent sigurhlutfall á móti Njarðvík. Vísir/Daníel
Keflvíkingar unnu sannfærandi 21 stigs sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í TM-höllinni í Keflavík í kvöld og tókst um leið að vinna báða deildarleikina við Njarðvík í vetur en það hafði ekki gerst síðan 2005.

Keflavík vann dramatískan þriggja stiga sigur í fyrri leiknum í Njarðvík en í kvöld var það aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Keflavík vann fyrsta leikhlutann 30-14 og var með góð tök á leiknum eftir það.

Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 2004-2005 sem Keflavík nær að vinna báða leikina við nágranna sína en Njarðvík hafði þrisvar sinnum unnið báða leikina á þessum tíma þar á meðal á síðustu leiktíð.

Síðan núverandi deildarfyrirkomulag var tekið upp tímabilið 1996-97 hefur Reykjanesbæjarliðunum átta sinnum tekist að ná fullu húsi á móti nágrönnum sínum. Njarðvíkingar hafa þar enn forystuna; 5-3.



Deildarleikir á milli Keflavíkur og Njarðvíkur:

2013-14: Keflavík 2-0

2012-13: Njarðvík 2-0

2011-12: Jafnt

2010-11: Jafnt

2009-10: Jafnt

2008-09: Njarðvík 2-0

2007-08: Jafnt

2006-07: Njarðvík 2-0

2005-06: Jafnt

2004-05: Keflavík 2-0

2003-04: Jafnt

2002-03: Njarðvík 2-0

2001-02: Keflavík 2-0

2000-01: Jafnt

1999-2000: Njarðvík 2-0

1998-99: Jafnt

1997-98: Jafnt

1996-97: Jafnt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×