Sport

Aníta hljóp einum hring of mikið en setti Íslandsmet

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aníta í keppni á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi.
Aníta í keppni á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Vísir/Valli
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í morgun. Hún hélt hins vegar áfram að hlaupa.

„Hringatalningin ruglaðist þannig að hún var látin hlaupa einn aukahring á brautinni,“ segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR, í samtali við Vísi í dag.

Aníta kom í mark á tímanum 4:19,31 mínútum og bætti eigið Íslandsmet sem var 364 daga gamalt um 26/100 úr sekúndu. Hún hélt hins vegar áfram að hlaupa

„Þegar hún kom í mark stóð einn hringur eftir og hún hélt áfram til að vera örugg,“ segir Þráinn. Hlaupið hjá Anítu má sjá á vef Rúv.

Aníta á bæði Íslandsmetin í 800 metra og 1500 metra hlaupi í fullorðinsflokki innanhúss. Það á hún einnig í 800 metra hlaupi utanhúss en Ragnheiður Ólafsdóttir er hins vegar enn Íslandsmethafi í 1500 metrunum utanhúss. Metið var sett í Bandaríkjunum árið 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×