Körfubolti

NBA í nótt: Indiana missteig sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul George náði sér ekki á strik í nótt og skoraði aðeins tólf stig. Hann nýtti fimm af sautján skotum sínum í leiknum og klikkaði á öllum sex þriggja stiga tilraunum sínum.
Paul George náði sér ekki á strik í nótt og skoraði aðeins tólf stig. Hann nýtti fimm af sautján skotum sínum í leiknum og klikkaði á öllum sex þriggja stiga tilraunum sínum. Vísir/AP
Indiana Pacers, efsta lið austurdeildarinnar, tapaði í nótt aðeins sínum öðrum leik á heimavelli í NBA-deildinni þetta tímabilið.

Phoenix vann Indiana, 102-94, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Goran Dragic var með 28 stig og þeir Gerald Green og Marcus Morris bættu við sextán hvor.

Hjá Indiana var Roy Hibbert stigahæstur með 26 stig en David West kom næstur með átján. Liðið fékk 66 stig á sig í seinni hálfleik en það er það mesta á tímabilinu til þessa.



Golden State vann LA Clippers, 111-92. Steph Curry og David Lee skoruðu 22 stig og Andrew Bogut fjórtán auk þess að taka sautján fráköst.

Heimamenn voru mun sterkari í teignum - skoruðu 66 stig gegn 22 frá Clippers þar auk þess sem liðið tók 53 fráköst en gestirnir aðeins 34.

Blake Griffin var með 27 stig fyrir Clippers og Darren Collison 22. Liðið hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir tapið í nótt.



New York vann Cleveland, 117-86. Carmelo Anthony og nýliðinn Tim Hardaway yngri voru með 29 stig og sáu fyrir fjórða sigri New York í röð.

Sigurinn var öruggur hjá heimamönnum sem unnu tíu af sextán leikjum sínum í janúar eftir að hafa klárað síðasta ár með níu sigra í 30 leikjum.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Phoenix 94-102

New York - Cleveland 117-86

Golden State - LA Clippers 111-92

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×