Á kostnað annarra Gauti Skúlason skrifar 9. febrúar 2014 22:34 Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun