Körfubolti

Chris Paul að verða leikfær á ný

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/ap
Chris Paul leikstjórnandi Los Angeles Clippers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum gæti leikið með liði sínu gegn Philadelphia 76ers í kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla frá 3. janúar.

Paul fór úr axlarlið á hægri öxl en hann er byrjaður að æfa á ný og ætlar Doc Rivers þjálfari Clippers að nota leikmanninn strax en ekki að bíða með hann þar til eftir stjörnuleikshelgina sem er um næstu helgi.

„Hann leit vel út. Við ætlum að leika honum,“ sagði Rivers í nótt.

Paul missti af 18 leikjum og vann Clippers 12 þeirra.

„Það mun taka smá tíma fyrir Chris að komast í takt við leikinn. Þess vegna vona ég að hann sé orðinn heill, geti leikið á sunnudagskvöld, æft á þriðjudaginn og leikið aftur á miðvikudaginn. Það mun hjálpa þó það taki eflaust tvær vikur fyrir hann að komast í sinn rétt takt,“ sagði Rivers.

Paul hefur sett stefnuna á að leika í stjörnuleiknum um næstu helgi og settur Rivers sig ekki upp á móti því í ljósi þess að yfirleitt fer ekki mikið fyrir varnarleik í þeim leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×