Hairston fékk tvo leiki í bann fyrir olnbogaskotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:54 Hairston ásamt Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar. Vísir/Daníel Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21
Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05
Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum