Að lepja dauðann úr LÍN skelinni Helga Margrét Friðriksdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:49 Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar