Mögulegt Íslandsmet Hafdísar ekki tímamælt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 14:15 Hafdís Sigurðardóttir kom fyrst í mark en tímatakan klúðraðist. Vísir/Vilhelm Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39
ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49
Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00
Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30