Mögulegt Íslandsmet Hafdísar ekki tímamælt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 14:15 Hafdís Sigurðardóttir kom fyrst í mark en tímatakan klúðraðist. Vísir/Vilhelm Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39
ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49
Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00
Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn