Ingi Þór: Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:57 Snæfellskonur fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld. Vísir/ÓskarÓ Snæfellskonur tóku við deildarmeistaratitlinum í Stykkishólmi í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, en Snæfellsliðið var búið að tryggja sér sigurinn í deildinni fyrir leikinn. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, er á sínu fjórða tímabili með kvennaliðið og hefur byggt liðið markvisst upp allan þennan tíma. „Þeir sem vinna þennan titil tala alltaf um hvað þetta sér stór titill og þetta er náttúrulega stærsti titilinn. Í knattspyrnu snýst allt um að ná þessum titli og þetta er erfiðasti titilinn. Við erum mjög stolt að hafa landað þessum titli því við áttum ekki von á þessu fyrir tímabilið. Við vorum ekki viss hvernig liðið yrði mannað í vetur og erum því rosalega stolt af því hvernig við erum búin að koma liðinu saman og hvert við erum búin að komast," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Snæfells. „Mig dreymdi svo sem aldrei um deildarmeistaratitilinn því úrslitakeppnin var alltaf takmarkið. Við náðum því og svo komumst við alltaf aðeins lengra og aðeins lengra. Núna erum við búin að ná deildarmeistaratitli og erum lið númer eitt. Hin liðin þurfa núna að fara í gegnum okkur á heimavellinum okkar til að vinna og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur," sagði Ingi Þór. Snæfell á enn eftir þrjá deildarleiki og hvað breytir það fyrir liðið að ná því að klára þetta svona snemma. „Í dag vorum við ekki með fullt lið og við verðum ekki með fullt lið í næstu leikjum. Þetta gerir það að verkum að við getum undirbúið okkur aðeins öðruvísi undir úrslitakeppnina en önnur lið. Þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið svo lengi sem við slökum ekki á, verðum eitthvað værukær og förum að bíða eftir einhverju. Við sýndum það í kvöld að við vorum ekki að bíða eftir neinu heldur spiluðum þennan leik af fullum krafti," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma þegar liðið tapaði fyrir Haukum í bikaúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. „Ég er vissulega skúffaður yfir því að hafa ekki náð betri leik á laugardaginn en Haukarnir spiluðu þann leik bara vel og eru vel að þeim sigri komnar. Við lentum þar í ströggli og náðum ekki að vinna okkur út úr því. Við erum mjög stolt af því sem við erum búin að gera og það langar öllum að komast í Höllina. Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari í Íslandsmeistaratitilinn. Það keyrir mig áfram og ég veit að það keyrir stelpurnar áfram," sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Snæfellskonur tóku við deildarmeistaratitlinum í Stykkishólmi í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, en Snæfellsliðið var búið að tryggja sér sigurinn í deildinni fyrir leikinn. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, er á sínu fjórða tímabili með kvennaliðið og hefur byggt liðið markvisst upp allan þennan tíma. „Þeir sem vinna þennan titil tala alltaf um hvað þetta sér stór titill og þetta er náttúrulega stærsti titilinn. Í knattspyrnu snýst allt um að ná þessum titli og þetta er erfiðasti titilinn. Við erum mjög stolt að hafa landað þessum titli því við áttum ekki von á þessu fyrir tímabilið. Við vorum ekki viss hvernig liðið yrði mannað í vetur og erum því rosalega stolt af því hvernig við erum búin að koma liðinu saman og hvert við erum búin að komast," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Snæfells. „Mig dreymdi svo sem aldrei um deildarmeistaratitilinn því úrslitakeppnin var alltaf takmarkið. Við náðum því og svo komumst við alltaf aðeins lengra og aðeins lengra. Núna erum við búin að ná deildarmeistaratitli og erum lið númer eitt. Hin liðin þurfa núna að fara í gegnum okkur á heimavellinum okkar til að vinna og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur," sagði Ingi Þór. Snæfell á enn eftir þrjá deildarleiki og hvað breytir það fyrir liðið að ná því að klára þetta svona snemma. „Í dag vorum við ekki með fullt lið og við verðum ekki með fullt lið í næstu leikjum. Þetta gerir það að verkum að við getum undirbúið okkur aðeins öðruvísi undir úrslitakeppnina en önnur lið. Þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið svo lengi sem við slökum ekki á, verðum eitthvað værukær og förum að bíða eftir einhverju. Við sýndum það í kvöld að við vorum ekki að bíða eftir neinu heldur spiluðum þennan leik af fullum krafti," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma þegar liðið tapaði fyrir Haukum í bikaúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. „Ég er vissulega skúffaður yfir því að hafa ekki náð betri leik á laugardaginn en Haukarnir spiluðu þann leik bara vel og eru vel að þeim sigri komnar. Við lentum þar í ströggli og náðum ekki að vinna okkur út úr því. Við erum mjög stolt af því sem við erum búin að gera og það langar öllum að komast í Höllina. Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari í Íslandsmeistaratitilinn. Það keyrir mig áfram og ég veit að það keyrir stelpurnar áfram," sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira