Körfubolti

NBA í nótt: Harden með 43 stig í þremur leikhlutum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Harden fór á kostum þegar Houston vann Sacramento, 129-103, í NBA-deildinni í körfubolta. Alls fóru sjö leikir fram í nótt.

Harden skoraði 43 stig, sem er persónulegt met á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa hvílt allan fjórða leikhluta.

Sigur Houston var öruggur en liðið náði 25 stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Harden nýtti ellefu af 20 skotum sínum utan af velli og gaf þar að auki átta stoðsendingar.

DeMarcus Cousins skoraði sextán stig fyrir Sacramento en var rekinn af velli í þriðja leikhluta fyrir að rífast við dómara.



Portland vann Denver, 100-95, þar sem Damien Lillard skoraði 31 stig í fjarveru LaMarcus Aldridge.

JJ hickson átti stórleik fyrir Denver en hann tók samtals 25 fráköst í leiknum, þar af fimmtán sóknarfráköst. Randy Foye skoraði sautján stig og var stigahæstur í Denver.



Indiana vann Lakers, 118-98. Paul George skoraði 20 stig og Evan Turner þrettán í sínum fyrsta leik með Indiana.

Indiana er með bestan árangur allra liða í NBA en liðið hefur unnið 43 leiki af 56 og trónir á toppi austurdeildarinnar. Lakers (19-38) er hins vegar með verstan árangur allra liða í vesturdeildinni.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Toronto 93-99

Indiana - LA Lakers 118-98

Washington - Orlando 115-106

Atlanta - Chicago 103-107

Denver - Portland 95-100

Phoenix - Minnesota 101-110

Sacramento - Houston 103-129

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×