Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 13:26 Bolli, klæddur Mjölnispeysunni sinni, ásamt Heimi Hannessyni. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Fleiri fréttir Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00