Synd að þjálfari Benfica sé ekki í sama klassa og liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 08:45 Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica. Vísir/Getty Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30