Enski boltinn

Inter hvorki rætt við Hernández né Torres

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Javier Hernández vill spila meira.
Javier Hernández vill spila meira. vísir/getty
Erick Thohir, forseti ítalska knattspyrnuliðsins Inter, neitar þeim sögusögnum að félagið hafi sett sig í samband við tvo framherja sem spila í ensku úrvalsdeildinni, þá FernandoTorres hjá Chelsea og Javier Hernández hjá Manchester United.

Inter er sagt mjög áhugasamt um að fá Mexíkóann til sín en hann fær lítið að gera hjá Manchester United og er óánægður með spiltíma sinn. Inter er nú þegar búið að semja við fyrirliða Manchester United, NemanjaVidic, sem gengur í raðir félagsins í sumar.

„Chicarito er góður leikmaður en við höfum hvorki rætt við hann né Torres,“ sagði Erick Thohir við fréttamenn í Mílanó í gær.

Hann var einnig spurður út í framtíð argentínska tvíeykisins EstebansCambiasso og Walters Samuels sem renna út á samningi í sumar. Cambiasso er orðinn 33 ára gamall og samuel 35 ára.

„Í lok leiktíðar förum við yfir leikmannamálin og ákveðum hverjir verða áfram og hverjir ekki. En við erum í samningaviðræðum við RodrigoPalacio,“ sagði Erick Thohir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×