Bandaríkin langbest í Sopot | Settu eina heimsmetið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 15:45 Kind Butler hinn þriðji, David Verburg, Calvin Smith og Kyle Clemons fagna heimsmetinu. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss lauk í gær í Sopot í Póllandi og var það við hæfi að Bandaríkjamenn kláruðu mótið með stæl og settu eina heimsmetið. Sveit Bandaríkjanna í 4x400m boðhlaupi karla vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í greininni innanhúss en hún kom í mark á 3:02,13 mínútum. Gamla metið áttu Bandaríkjamenn einnig en það var orðið 23 ára gamalt. Alls unnu Bandaríkin til tólf verðlauna, tvöfalt fleiri en Bretar sem fengu í heildina sex verðlaun en aðeins eitt gull. Það gull var frekar óvænt en Richard Kilty kom fyrstur í mark í jafnasta 60 metra hlaupi sögunnar í karlaflokki. Bandaríkin fengu átta gullverðlaun, fimm fleiri en Rússar sem komu næstir með þrenn. Bandaríkjamenn unnu því nær þriðjung allra greina mótsins en alls voru 26 gullverðlaun í boði eins og alltaf. Sveit Bandaríkjanna vann einnig 4x400 metra boðhlaup kvenna, FrancenaMcCorory vann 400m hlaup kvenna, Nia Ali kom fyrst í mark í 60m hlaupi kvenna og ChanellePricevann 800m hlaup kvenna sem AnítaHinriksdóttir hefði keppt í hefði hún ekki stigið á línu í undanrásum. Í karlaflokki vann OmoOsaghae vann óvæntan sigur á Frakkanum Pascal Martinot-Lagarde í 60 metra grindahlaupi, RyanWhiting varði heimsmeistaratitil sinn í kúluvarpi og það sama gerði hinn magnaði fjölþrautakappi AshtonEaton í sjöþraut. Hann var aðeins 13 stigum frá nýju heimsmeti. Heimamenn frá Póllandi fengu að heyra þjóðsöng sinn einu sinni en þurftu þó að deila stundinni með Rússum. KamilaLicwinko og MarijaKuchina stukku nefnilega báðar yfir tvo metra í hástökki kvenna með nákvæmlega sömu stökkröð og fengu báðar gull.Ashton Eaton er magnaður í fjölþrautum.vísir/gettyBretinn Richart Kilty vann jafnasta 60m hlaup sögunnar.vísir/gettyChanelle Price vann Anítu-laust 800m hlaup.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Sjá meira