Fótbolti

Stelpurnar upp um þrjú sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stelpurnar fagna á Algarve-mótinu.
Stelpurnar fagna á Algarve-mótinu. Mynd/KSÍ
Ísland deilir nú sextánda sætinu með Kína á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins.

Ísland hoppar upp um þrjú sæti eftir góðan árangur á Algarve-mótinu á dögunum og er nú með 1843 stig. Ísland var lengi vel í fimmtánda sæti á listanum en féll niður í það nítjánda í lok síðasta árs.

Bandaríkin er sem fyrr í efsta sætinu en Þýskaland og Japan koma næst. Frakkar eru svo í fjórða sæti og hafa aldrei verið svo ofarlega.

Næsti leikir Íslands í undankeppni HM 2015 verða gegn Ísrael (60. sæti) og Möltu (95. sæti) í næsta mánuði. Bæði falla um nokkur sæti frá síðasta lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×