Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 12:41 Mynd/Skjáskot Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00