Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 19:00 Guðmundur skilur ekkert hvað Dujshebaev gekk til. Vísir/Getty „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10