Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. mars 2014 00:01 Messi fagnaði en Ronaldo var svekktur. Vísir/Getty Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira