Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir 9. apríl 2014 11:45 Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“ Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“
Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00