Fótbolti

Toni langar til Brasilíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Luca Toni hefur farið á kostum í vetur
Luca Toni hefur farið á kostum í vetur vísir/getty
Framherjinn Luca Toni samherji Emils Hallfreðssonar hjá ítalska knattspyrnuliðinu Hellas Verona segist ekki sjá neitt á móti því að Cesare Prandelli velji sig í landsliðshóp Ítalíu fyrir Heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar.

Toni hefur átt frábært tímabil fyrir Verona í vetur og er búinn að skora 16 mörk í deildinni. Hann hefur þó ekki spilað landsleik frá árinu 2009 og verður 37 ára gamall í maí.

„Heimsmeistaramótið, af hverju ekki?,“ sagði þessi fyrrum framherji Bayern Munchen við ítalska fjölmiðla eftir sigur á Chievo í gær þar sem Toni skoraði sigurmarkið.

„Ef að framherjar sem skora minna en ég á tímabilinu eru í huga þjálfarans, þá er ekkert eðlilegra en að ég sé það líka.“

Enginn leikmaður Verona hafði áður afrekað að skora 16 mörk á einu tímabili í ítölsku A-deildinni og er Toni mjög stoltur af afreki sínu.

„Ég er mjög stoltur af þessu meti, mun meira en öðrum metum sem ég hef náð hjá Palermo, Fiorentina og Bayern Munchen,“ sagði Toni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×