Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 20:01 Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira