Fótbolti

Neymar meiddur | Frá í mánuð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Neymar var niðurlútur eftir tapið gegn Real Madrid
Neymar var niðurlútur eftir tapið gegn Real Madrid vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur.

Aðeins fimm umferðir eru eftir af spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og gæti farið svo að Neymar nái aðeins síðasta leiknum gegn Atletico Madrid 17. maí, leiki hann meira á leiktíðinni.

Neymar meiddist á fæti í gær og er ljóst að brasilíska landsliðið fylgist grannt með gangi mála en Neymar er lykilmaður liðsins sem verður á heimavelli í Heimsmeistarakeppninni í sumar.

Barcelona er í þriðja sæti spænsku deildarinnar, fjórum stigum á eftir Atletico Madrid og má illa við að missa lykilmenn í meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×