Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 76-95 | 100. sigur Teits og kústurinn inn í skáp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 10. apríl 2014 12:12 Vísir/Stefá KR tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fjóra mánuði í kvöld er Stjarnan náði að halda lífi í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR hefur enn forystu, 2-1, en Stjarnan á næsta leik á heimavelli og er miðað við frammistöðuna í kvöld allt eins líklegt til að þvinga fram oddaleik í einvíginu. Sigurinn var enn fremur sá 100. í röðinni á ferli Teits Örlygssonar sem leikmanns og þjálfara en hann er sá fyrsti í sögunni sem nær þeim áfanga.Matthew „Junior“ Hairston var magnaður í liði Stjörnunnar og skoraði 41 stig auk þess að taka þrettán fráköst. Ef frá er talin góð rispa í lok fyrsta leikhluta komust KR-ingar í raun aldrei almennilega í gang. Öflugur varnarleikur Stjörnumanna hélt liðinu í skefjum og gestirnir gáfu tóninn með því að skora 29 stig í fyrsta leikhluta. KR-ingar svöruðu þó með því að minnka muninn í eitt stig áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en liðið var þó ekki að spila þann körfubolta sem liðið vill gera. Leikáætlun Stjörnumanna gekk því vel upp að því leyti. Leikurinn virtist þó vera að snúast á band heimamanna um miðjan annan leikhluta er Hairston þurfti aðhlynningu utan vallar. Hann kom þó aftur inn á stuttu síðar en þá sneri Fannar Freyr Helgason sig illa á ökkla og gat ekki komið meira við sögu. Eftir að Pavel Ermolinskij jafnaði metin í 53-53 í þriðja leikhluta tók Hairston leikinn algjörlega í sínar hendur. Á tæpum fjórum mínútum skoraði hann þrettán stig, þar af þrjá þrista, af 20 í ótrúlegum 20-4 spretti Stjörnumanna. Á þessum fáu mínútum gerðu Garðbæingar út um leikinn. KR-ingar mega þó eiga að þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma til baka og minnkuðu munninn í sex stig þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. En nær komust þeir ekki og gestirnir kláruðu leikinn af yfirvegun. Hairston var með 47 framlagsstig í leiknum en þess má geta að hann fiskaði níu villur á KR-inga í kvöld. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson skiluðu einnig mikilvægum stigum og Stjörnumenn voru glaðir að sjá Dag Kár Jónsson aftur í búningnum. Hann skilaði tæpum 34 mínútum og unnu Stjörnumenn þær mínútur með 20 stiga mun.Demond Watt byrjaði leikinn vel fyrir KR en náði sér illa á strik í þeim síðari, líkt og aðrir KR-ingar. Helgi Már Magnússon og Pavel voru báðir í tæpum 20 stigum en heilt yfir vantaði mikið upp á leik liðsins að þessu sinni. Rimman er því enn galopin og verður forvitnilegt að sjá hvernig bæði lið bregðast við í Ásgarði á sunnudagskvöldið. Hairston: Leitaði aftur í grunninn„Ég vil fyrst og fremst þakka Guði. Án hans væri ég ekki hér,“ sagði Matthew „Junior“ Hairston eftir magnaða frammistöðu hans í sigri Stjörnunnar á KR í kvöld. Hairson skoraði 41 stig í leiknum og tók sextán fráköst, þar af tólf í fyrri hálfleik. Hairston fór á kostum í þriðja leikhluta er hann lagði grunninn að sigri Stjörnunnar með því að skora 20 stig. „Við þurftum allir að stíga upp í kvöld - ekki bara ég. Ég vildi byrja á því að ná tökum á varnarleiknum og fannst það ganga ágætlega. Svo fóru skotin að detta þannig að mér leið vel,“ sagði Hairston. „Með því að taka þessi fráköst náðum við að koma í veg fyrir að þeir næðu öðru skotfæri í sókninni eins og þeir gerðu ítrekað í fyrstu tveimur leikjunum. Það var mikilvægt.“ „Ég þurfti svo bara að leita aftur í gruninn í mínum sóknarleik. Sem betur fer á ég góða liðsfélaga sem þýðir að ég slepp oft við tvöfalda dekkningu. Ég kann vel við mig í maður á mann aðstæðum.“ Hann segir hugarfarið gríðarlega sterkt í liði Stjörnunnar. Það hafi sýnt sig í kvöld. „Sérstaklega miðað við hvernig við töpuðum síðasta leik. Þá var það sérstaklega sterkt að koma til baka og vinna hér í kvöld. Það sýnir að það er allt mögulegt og þetta er ekki búið.“ Teitur: Æðislegt að ná 100 sigrumTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, skráði nafn sitt í sögubækurnar í kvöld en hann var fyrst og fremst ánægður með sigur sinna manna á sterku liði KR. „Mínir strákar voru allir tilbúnir. Þetta var svart og hvítt miðað við síðasta leik. Þá var taugaveiklunin mikil og allir fóru úr sínum hlutverkum. Menn voru ekki jafn dofnir af spennu og í þeim leik,“ sagði Teitur. „Staðan okkar er skrýtin. Við lentum í sjöunda sæti deildarinnar og erum að spila við lið sem á að heita ósigrandi. Svo áttum við að vinna fyrsta leikinn en töpuðum honum. Það er erfitt að útskýra hvað olli því að við náðum okkur svona vel á strik í kvöld en ég veit þó að við skulduðum fólkinu heima í Garðabæ alvöru heimaleik.“ „Það er nú kominn tími á að vinna KR í Ásgarði. Einhverra hluta vegna virðumst við alltaf spila betur hér í DHL-höllinni,“ sagði Teitur. Stjörnumenn náðu að hægja vel á KR-ingum með öflugum varnarleik en Teitur segir að leikáætlun sinna manna hafi gengið eftir. „Þetta er ekki bara körfubolti. Þeir eru mjög góðir í ákveðinni tegund af körfubolta sem við erum mjög lélegir í. Þetta er því stríð okkar þjálfaranna að láta leikinn ganga um sitt plan en ekki hinna.“ Matthew Hairston spilaði eins og engill í kvöld en Teitur var duglegur að ræða við hann af hliðarlínunni. „Hann á það til að vera í vandræðum með skapið en í kvöld átti hann leikinn. Hann var stórkostlegur.“ „Við höfum séð vott af þessu í vetur. Þegar hann er að hitta svona vel utan af velli þá er agalegt að dekka hann, því hann getur gert svo margt annað líka. Svo setti hann öll vítin niður líka og var einfaldlega gríðarlega einbeittur. Hann neitaði bara að fara í frí.“ Teitur er nú kominn með 100 sigra í úrslitakeppninni og er hann sá fyrsti í sögunni sem nær þeim áfanga. „Jú, ég var búinn að steingleyma þessu þegar strákarnir óskuðu mér til hamingju núna áðan. Auðvitað er það mikill heiður að vera fyrstur í 100 sigra. Það er bara æðislegt.“ Finnur Freyr: Tek þetta tap á mig„Þetta eru mikil vonbrigði en nú þurfum við að sjá til þess að við mætum með hausinn rétt skrúfaðan á í næsta leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við misstum hausinn í þriðja leikhluta þegar þeir gengu á lagið. Ég ætla að taka þennan leik á mig því ég átti að stoppa leikinn þá með leikhléi. Leikurinn tapaðist þá.“ „Svo fórum við að elta í fjórða leikhluta og þá þarf maður nánast fullkominn leik til að ná þeim. Þetta tapaðist í þriðja leikhluta og ég tek það á mig.“ KR-ingar komust aldrei almennilega í takt við leikinn og tekur Finnur undir það. „Við þurfum bæði að spila góða vörn og hitta vel. Skytturnar okkar voru langt frá sínu besta í kvöld og varnarleikurinn sömuleiðis.“ Hann neitar því ekki að hans leikmenn hafi sýnt kæruleysi eftir að hafa komið sér í 2-0 forystu í einvíginu. „Að sjálfsögðu. Það er mikið talað og auðvelt að láta glepjast af lofræðum. Það er eins með þær og gagnrýnina - það þýðir ekkert að hlusta mikið á þær. Maður verður bara að halda sínu striki.“ „En þetta er ekki búið. Staðan er enn 2-1 fyrir okkur og við ætlum að sjá til þess að það er bara einn leikur eftir í þessari seríu.“ Pavel: Tapið merki um sálfræðilegan veikleikaPavel Ermolinskij segir að vandræði KR-inga gegn Stjörnunni í kvöld hafi byrjað með slökum varnarleik. „Þegar varnarleikurinn er svona þá er erfitt fyrir okkur að spila þann sóknarleik sem við viljum. Við viljum hlaupa fram og fá opin skot en við fengum þau ekki vegna þess að þeir skoruðu nánast í hverri sókn.“ „Þess fyrir utan hittum við illa og ekki með hugann við verkefnið. Það var klárlega vottur af kæruleysi í okkar liði, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við ætluðum okkur rúlla yfir andstæðinginn líkt og um deildarleik væri að ræða.“ „En það er bara allt annað að spila í undanúrslitum í úrslitakeppnini. Nú fengum við spark í rassinn í fyrsta leiknum og svöruðum því. Það er því alls ekki gott að detta niður í þriðja leiknum en það er merki um sálfræðilegan veikleika.“ KR tapaði síðast fyrir Grindavík í byrjun janúar og Pavel segir að leikurinn í kvöld sé sá langversti síðan þá. „Það gefur augaleið. Við vorum svo lengi á sjálfstýringu þar sem við lentum ekki oft í erfiðum leikjum. Ég held að við séum ekki vanir alvöru leikjum eins og við fengum í kvöld og það er að valda okkur vandræðum.“KR-Stjarnan 76-95 (24-29, 17-13, 16-31, 19-22) KR: Demond Watt Jr. 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 4, Darri Hilmarsson 4.Stjarnan: Matthew James Hairston 41/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 20, Justin Shouse 15, Jón Sverrisson 8, Dagur Kár Jónsson 7/5 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Fannar Freyr Helgason 2. Bein textalýsing:76-95 | Leik lokið: Sigur númer 100 í úrslitakeppninni staðreynd hjá Teiti Örlygssyni. Mögnuð frammistaða Stjörnunnar í síðari hálfleik, sérstaklega miðað við að liðið missti Fannar Frey í meiðsli.75-91 | 39. mín: Marvin setur öll fjögur í og munurinn er orðinn of mikill fyrir KR.75-87 | 39. mín: Martin skorar og Dagur Kár svarar. Helgi reynir þrist en klikkar. Stjarnan í sókn og lætur tímann vinna með sér. Dagur hittir ekki en Marvin blakar frákastinu í. Mikilvægt. Stjarnan vinnur svo boltann aftur. Junior gerir það. Tæpar tvær eftir og Marvin fer á vítalínuna. Þetta fer nú að vera komið. Tæknivilla á Brynjar Þór fyrir nöldur.73-83 | 37. mín: Jón var í erfiðri stöðu undir körfunni en villa dæmd á KR. Jón skorar úr báðum á vítalínunni og munurinn er aftur átta stig. Brynjar klikkar svo á þristi og Marvin er fyrstur fram og skorar. Tíu stig og leikhlé hjá KR.73-79 | 37. mín: Allt gengur KR í hag. Fimm stig í röð, Helgi með þrist í seinni sókninni. Fráköstin að skila sér. Sex stig og tæpar fjórar eftir.68-79 | 36. mín: Nú er allt að verða vitlaust. KR fær ekki ruðning í vörn á Hairston sem fær hönd í andlit frá Brynjari. Pavel reyndi að fiska ruðninginn og fékk viðvörun fyrir flopp. KR brunaði svo í sókn og dæmdur ruðningur á Martin eftir að Shouse fór í gólfið. KR-ingar eru brjálaðir.68-79 | 35. mín: Pavel að fórna sér í frákast og Helgi skilaði þessu heim. Ellefu stig og rúmar fimm eftir. Það er nóg eftir af þessum leik.62-77 | 34. mín: Helgi Már kveikir í KR-ingum með þristi. Það er enn von fyrir heimamenn. Fimmtán stig og tæpar sjö eftir.59-77 | 33. mín: Pavel búinn að fá tvær villur á skömmum tíma. Kominn með þrjár alls.57-75 | 31. mín: Hairston byrjaði fjórða leikhluta á að stela bolta og skora fyrstu stigin með troðslu.57-73 | Þriðja leikhluta lokið: 20 stig hjá Hairston í þriðja leikhluta. Ótrúlegt að sjá þennan kappa. Hann lokaði þriðja leikhlutanum með því að skora úr erfiðu færi eftir fínan varnarleik hjá Magna. En það er allt ofan í hjá kappanum - hann er kominn með 35 stig alls.57-71 | 30 mín: Ja, hérna hér. Maður á ekki orð. Allt galopið fyrir Shouse, svo tapar Helgi boltanum og Hairston refsar með þristi. Þvílíkur sprettur hjá Stjörnunni.57-64 | 29. mín: Annar þristur hjá Hairston. Junior-sýningin í fullum gangi. Watt svarar með lay-up fyrir KR. Svo fiskaði Hairston ruðning á Watt og sá síðarnefndi svaraði með því að kasta boltanum í dómara. Tæknivilla.55-56 | 28. mín: Þristur hjá Hairston. Hann er allt í öllu, þvílík frammistaða. Er svo hársbreidd frá því að verja lay-up hjá Brynjari en KR-ingurinn setur þetta niður.53-53 | 27. mín: Pavel að setja niður afar mikilvægan þrist fyrir KR. Sjáum hvað þetta gerir fyrir heimamenn.50-51 | 25. mín: Enn er Hairston að sækja stig með baráttu undir körfunni. Tvö stig og svo aukastigið niður.49-48 | 24. mín: KR komið yfir. Mikil barátta í gangi og KR-ingar hafa verið að djöflast mikið í upphafi síðari hálfleiks.43-46 | 22. mín: Fannar er enn utan vallar og virðist ekki geta stigið í hægri löppina. Það er þó verið að reyna að tjasla honum saman.43-44 | 21. mín: Jón SVerrisson skorar fyrstu stig síðari hálfleiks. Pavel svarar fyrir KR.Hálfleikur: Bæði lið eru með nákvæmlega sömu þriggja stiga nýtingu - 2/11. KR með 16/26 í 2ja og Stjarnan 17/27. KR leiðir í fráköstum, 19-17.Hálfleikur: Hairston er með fimmtán stig fyrir Stjörnunna (7/11 í 2ja) og tólf af sautján fráköstum liðsins alls í fyrri hálfleik. Watt er sömuleiðis með fimmtán stig fyrir KR en hann er með sex fráköst. Shouse er svo með tíu stig fyrir Stjörnuna og Pavel níu fyrir KR.41-42 | Fyrri hálfleik lokið: Stjörnumenn líta vel út en leiða bara með einu stigi. Helgi Már kláraði fyrri hálfleikinn vel fyrir KR-inga sem hafa þó verið nokkuð mistækir og eiga að geta spilað mun betur.37-40 | 19. mín: Hairston að halda þessu á floti fyrir Stjörnuna. Kominn með þrettán stig.37-36 | 17. mín: KR kemst yfir með rándýrum þrist Marvins. Ekkert nema net.34-36 | 16. mín: Stjarnan að reyna ítrekað að skora utan þriggja stiga líniunnar en ekkert gengur. KR-ingar saxa á forystu gestanna jafn óðum. Leikhlé.32-36 | 15. mín: Hairston er kominn aftur inn á. Shouse var svo að klikka á þristi og Martin svaraði með körfu. Fannar Freyr varð undir honum og nú virðist hann sárþjáður. Þetta lítur mun verra út en hjá Hairston. Fannar sneri sig á ökkla og er hjálpað af velli.28-34 | 14. mín: Hairston er utan vallar og virðist meiddur á hné. Hvaða áhrif hefur það?24-29 | 12. mín: Hairston setti það ekki fyrir að skutla sér á eftir boltanum með hausinn á undan beint á auglýsingaskilti. Þvílík barátta. Menn eru annars ekki að setja niður fyrstu skotin í öðrum leikhluta.24-29 | Fyrsta leikhluta lokið: Byrjaði rólega en þegar menn komust í gang þá fór loksins eitthvað að gerast hjá báðum liðum. Stjörnumenn líta vel út með 29 stig í fyrsta leikhluta.22-27 | 10. mín: Shouse sjóðheitur. Var að setja niður annan þrist. Pavel svaraði í sömu mynt. Leikmenn að snögghitna.10-18 | 8. mín: 10-0 spretti Stjörnunner er svarað með troðslu hjá Watt sem er með tíu stig af þessum tólf sem KR er með í leiknum.10-15 | 7. mín: 7-0 sprettur hjá Stjörnunni. Frákasta betur og það er að skila sér í stigum.10-11 | 5. mín: 2ja stiga skotnýting hjá liðunum til þessa: KR 4/4 - Stjarnan 4/9. En þá kemur Marvin og setur niður þrist. Stjarnan yfir. -9-8 | 5. mín: Stjarnan er að bjarga sér á sóknarfráköstum í upphafi leiksins. Baráttan fín hjá gestunum en skotin eru ekki að detta.9-6 | 4. mín: Öll stigin í teignum í upphafi leiks. Watt er þar gríðarlega öflugur og var að taka þar aukastig. Kominn með sjö af fyrstu níu stigum KR.4-2 | 2. mín: Watt leggur hann í körfuna og skorar loksins fyrstu stig leiksins. Leikmenn enn að stilla miðið en Junior svarar fyrir Stjörnuna. Þá kemur Watt bara með troðslu.0-0 | 1. mín: Stjörnumenn vinna uppkastið en bæði lið klikka í fyrstu sókninni.Fyrir leik: Leikmenn kynntir til leiks. Fín stemning í vesturbænum. Þetta verður athygliverður leikur, ég er viss um það.Fyrir leik: Vel mætt að venju í úrslitakeppninni hér í DHL-höllinni. Garðbæingar enn að týnast inn en þeir hljóta að fylla sinn hluta stúkunnar.Fyrir leik: Dagur Kár hefur verið að hita upp og er á skýrslu. Spurningin er nú hversu mikið hann getur beitt sér í kvöld.Fyrir leik: Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er í þjálfarateymi liðsins og mættur á hliðarlínuna í sínu fínasta pússi. Upphitun stendur nú yfir hjá leikmönnum og allt eins og það á að vera.Fyrir leik: KR hefur unnið alla fimm leiki sína sem hafa verið jafnir (unnist/tapast með mest fimm stigum). Semsagt 100 prósent sigurhlutfall í þessum flokki. Stjarnan hefur spilað í níu "jöfnum" leikjum á tímabilinu til þessa og unnið þrjá þeirra en tapað sex.Fyrir leik: KR hefur unnið fimmtán leiki í röð, takk fyrir kærlega. KR hefur ekki tapað deildarleik síðan Grindavík kom í heimsókn þann 9. janúar og vann, 105-98. Það er sæmilegur sprettur hjá þeim KR-ingum.Fyrir leik: Junior Hairston skilaði flottum tölum í síðasta leik (28/12) en Stjörnumenn þurfa stærra framlag frá Justin Shose (13/8) og Marvin Valdimarssyni (11 stig) í kvöld. Sigurður Dagur Sturluson gæti hitnað fyrir utan þriggja stiga línunnar og þá er spurning hvort að Dagur Kár Jónsson verði leikfær í kvöld. Hann meiddist í fyrsta leiknum og spilaði ekkert í öðrum leiknum.Fyrir leik: Þrennuvaktin verður á sínum stað í kvöld. Martin Hermannsson vantaði aðeins eitt frákast upp á þrefalda tvennu í síðasta leik og þá er Pavel Ermolinskij alltaf líklegur.Fyrir leik: Þó svo að langflestir reikni með því að KR komist áfram í lokaúrslitin skyldi enginn gerast svo frakkur að afskrifa Stjörnumenn. Þeir hafa sjálfsagt engan áhuga á að láta sópa sér úr leik. Það er allt hægt í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Teitur Örlygsson vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í 100 sigra í úrslitakeppninni. Hann yrði fyrstur Íslendinga til að ná þeim áfanga. Teitur, sem varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvík, vann 78 leiki með þeim grænu og hefur svo unnið 21 leik sem þjálfari Stjörnunnar.Fyrir leik: KR-ingar sögðu eftir fyrsta leikinn að þeir ætluðu að spila betur í næsta leik. Þeir stóðu við þau orð og var sigur liðsins í Garðabænum nokkuð öruggur.Fyrir leik: KR er með 2-0 forystu í einvíginu. Stjörnumenn voru reyndar hársbreidd frá því að vinna fyrsta leik liðanna í rimmunni hér í DHL-hölli en þristur Helga Más Magnússonar í blálokin tryggði KR-ingum framlengingu. Heimamenn höfðu svo betur í henni.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik KR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum úrslitakepppni Domino's-deildar karla. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
KR tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fjóra mánuði í kvöld er Stjarnan náði að halda lífi í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR hefur enn forystu, 2-1, en Stjarnan á næsta leik á heimavelli og er miðað við frammistöðuna í kvöld allt eins líklegt til að þvinga fram oddaleik í einvíginu. Sigurinn var enn fremur sá 100. í röðinni á ferli Teits Örlygssonar sem leikmanns og þjálfara en hann er sá fyrsti í sögunni sem nær þeim áfanga.Matthew „Junior“ Hairston var magnaður í liði Stjörnunnar og skoraði 41 stig auk þess að taka þrettán fráköst. Ef frá er talin góð rispa í lok fyrsta leikhluta komust KR-ingar í raun aldrei almennilega í gang. Öflugur varnarleikur Stjörnumanna hélt liðinu í skefjum og gestirnir gáfu tóninn með því að skora 29 stig í fyrsta leikhluta. KR-ingar svöruðu þó með því að minnka muninn í eitt stig áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en liðið var þó ekki að spila þann körfubolta sem liðið vill gera. Leikáætlun Stjörnumanna gekk því vel upp að því leyti. Leikurinn virtist þó vera að snúast á band heimamanna um miðjan annan leikhluta er Hairston þurfti aðhlynningu utan vallar. Hann kom þó aftur inn á stuttu síðar en þá sneri Fannar Freyr Helgason sig illa á ökkla og gat ekki komið meira við sögu. Eftir að Pavel Ermolinskij jafnaði metin í 53-53 í þriðja leikhluta tók Hairston leikinn algjörlega í sínar hendur. Á tæpum fjórum mínútum skoraði hann þrettán stig, þar af þrjá þrista, af 20 í ótrúlegum 20-4 spretti Stjörnumanna. Á þessum fáu mínútum gerðu Garðbæingar út um leikinn. KR-ingar mega þó eiga að þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma til baka og minnkuðu munninn í sex stig þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. En nær komust þeir ekki og gestirnir kláruðu leikinn af yfirvegun. Hairston var með 47 framlagsstig í leiknum en þess má geta að hann fiskaði níu villur á KR-inga í kvöld. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson skiluðu einnig mikilvægum stigum og Stjörnumenn voru glaðir að sjá Dag Kár Jónsson aftur í búningnum. Hann skilaði tæpum 34 mínútum og unnu Stjörnumenn þær mínútur með 20 stiga mun.Demond Watt byrjaði leikinn vel fyrir KR en náði sér illa á strik í þeim síðari, líkt og aðrir KR-ingar. Helgi Már Magnússon og Pavel voru báðir í tæpum 20 stigum en heilt yfir vantaði mikið upp á leik liðsins að þessu sinni. Rimman er því enn galopin og verður forvitnilegt að sjá hvernig bæði lið bregðast við í Ásgarði á sunnudagskvöldið. Hairston: Leitaði aftur í grunninn„Ég vil fyrst og fremst þakka Guði. Án hans væri ég ekki hér,“ sagði Matthew „Junior“ Hairston eftir magnaða frammistöðu hans í sigri Stjörnunnar á KR í kvöld. Hairson skoraði 41 stig í leiknum og tók sextán fráköst, þar af tólf í fyrri hálfleik. Hairston fór á kostum í þriðja leikhluta er hann lagði grunninn að sigri Stjörnunnar með því að skora 20 stig. „Við þurftum allir að stíga upp í kvöld - ekki bara ég. Ég vildi byrja á því að ná tökum á varnarleiknum og fannst það ganga ágætlega. Svo fóru skotin að detta þannig að mér leið vel,“ sagði Hairston. „Með því að taka þessi fráköst náðum við að koma í veg fyrir að þeir næðu öðru skotfæri í sókninni eins og þeir gerðu ítrekað í fyrstu tveimur leikjunum. Það var mikilvægt.“ „Ég þurfti svo bara að leita aftur í gruninn í mínum sóknarleik. Sem betur fer á ég góða liðsfélaga sem þýðir að ég slepp oft við tvöfalda dekkningu. Ég kann vel við mig í maður á mann aðstæðum.“ Hann segir hugarfarið gríðarlega sterkt í liði Stjörnunnar. Það hafi sýnt sig í kvöld. „Sérstaklega miðað við hvernig við töpuðum síðasta leik. Þá var það sérstaklega sterkt að koma til baka og vinna hér í kvöld. Það sýnir að það er allt mögulegt og þetta er ekki búið.“ Teitur: Æðislegt að ná 100 sigrumTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, skráði nafn sitt í sögubækurnar í kvöld en hann var fyrst og fremst ánægður með sigur sinna manna á sterku liði KR. „Mínir strákar voru allir tilbúnir. Þetta var svart og hvítt miðað við síðasta leik. Þá var taugaveiklunin mikil og allir fóru úr sínum hlutverkum. Menn voru ekki jafn dofnir af spennu og í þeim leik,“ sagði Teitur. „Staðan okkar er skrýtin. Við lentum í sjöunda sæti deildarinnar og erum að spila við lið sem á að heita ósigrandi. Svo áttum við að vinna fyrsta leikinn en töpuðum honum. Það er erfitt að útskýra hvað olli því að við náðum okkur svona vel á strik í kvöld en ég veit þó að við skulduðum fólkinu heima í Garðabæ alvöru heimaleik.“ „Það er nú kominn tími á að vinna KR í Ásgarði. Einhverra hluta vegna virðumst við alltaf spila betur hér í DHL-höllinni,“ sagði Teitur. Stjörnumenn náðu að hægja vel á KR-ingum með öflugum varnarleik en Teitur segir að leikáætlun sinna manna hafi gengið eftir. „Þetta er ekki bara körfubolti. Þeir eru mjög góðir í ákveðinni tegund af körfubolta sem við erum mjög lélegir í. Þetta er því stríð okkar þjálfaranna að láta leikinn ganga um sitt plan en ekki hinna.“ Matthew Hairston spilaði eins og engill í kvöld en Teitur var duglegur að ræða við hann af hliðarlínunni. „Hann á það til að vera í vandræðum með skapið en í kvöld átti hann leikinn. Hann var stórkostlegur.“ „Við höfum séð vott af þessu í vetur. Þegar hann er að hitta svona vel utan af velli þá er agalegt að dekka hann, því hann getur gert svo margt annað líka. Svo setti hann öll vítin niður líka og var einfaldlega gríðarlega einbeittur. Hann neitaði bara að fara í frí.“ Teitur er nú kominn með 100 sigra í úrslitakeppninni og er hann sá fyrsti í sögunni sem nær þeim áfanga. „Jú, ég var búinn að steingleyma þessu þegar strákarnir óskuðu mér til hamingju núna áðan. Auðvitað er það mikill heiður að vera fyrstur í 100 sigra. Það er bara æðislegt.“ Finnur Freyr: Tek þetta tap á mig„Þetta eru mikil vonbrigði en nú þurfum við að sjá til þess að við mætum með hausinn rétt skrúfaðan á í næsta leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við misstum hausinn í þriðja leikhluta þegar þeir gengu á lagið. Ég ætla að taka þennan leik á mig því ég átti að stoppa leikinn þá með leikhléi. Leikurinn tapaðist þá.“ „Svo fórum við að elta í fjórða leikhluta og þá þarf maður nánast fullkominn leik til að ná þeim. Þetta tapaðist í þriðja leikhluta og ég tek það á mig.“ KR-ingar komust aldrei almennilega í takt við leikinn og tekur Finnur undir það. „Við þurfum bæði að spila góða vörn og hitta vel. Skytturnar okkar voru langt frá sínu besta í kvöld og varnarleikurinn sömuleiðis.“ Hann neitar því ekki að hans leikmenn hafi sýnt kæruleysi eftir að hafa komið sér í 2-0 forystu í einvíginu. „Að sjálfsögðu. Það er mikið talað og auðvelt að láta glepjast af lofræðum. Það er eins með þær og gagnrýnina - það þýðir ekkert að hlusta mikið á þær. Maður verður bara að halda sínu striki.“ „En þetta er ekki búið. Staðan er enn 2-1 fyrir okkur og við ætlum að sjá til þess að það er bara einn leikur eftir í þessari seríu.“ Pavel: Tapið merki um sálfræðilegan veikleikaPavel Ermolinskij segir að vandræði KR-inga gegn Stjörnunni í kvöld hafi byrjað með slökum varnarleik. „Þegar varnarleikurinn er svona þá er erfitt fyrir okkur að spila þann sóknarleik sem við viljum. Við viljum hlaupa fram og fá opin skot en við fengum þau ekki vegna þess að þeir skoruðu nánast í hverri sókn.“ „Þess fyrir utan hittum við illa og ekki með hugann við verkefnið. Það var klárlega vottur af kæruleysi í okkar liði, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við ætluðum okkur rúlla yfir andstæðinginn líkt og um deildarleik væri að ræða.“ „En það er bara allt annað að spila í undanúrslitum í úrslitakeppnini. Nú fengum við spark í rassinn í fyrsta leiknum og svöruðum því. Það er því alls ekki gott að detta niður í þriðja leiknum en það er merki um sálfræðilegan veikleika.“ KR tapaði síðast fyrir Grindavík í byrjun janúar og Pavel segir að leikurinn í kvöld sé sá langversti síðan þá. „Það gefur augaleið. Við vorum svo lengi á sjálfstýringu þar sem við lentum ekki oft í erfiðum leikjum. Ég held að við séum ekki vanir alvöru leikjum eins og við fengum í kvöld og það er að valda okkur vandræðum.“KR-Stjarnan 76-95 (24-29, 17-13, 16-31, 19-22) KR: Demond Watt Jr. 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 4, Darri Hilmarsson 4.Stjarnan: Matthew James Hairston 41/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 20, Justin Shouse 15, Jón Sverrisson 8, Dagur Kár Jónsson 7/5 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Fannar Freyr Helgason 2. Bein textalýsing:76-95 | Leik lokið: Sigur númer 100 í úrslitakeppninni staðreynd hjá Teiti Örlygssyni. Mögnuð frammistaða Stjörnunnar í síðari hálfleik, sérstaklega miðað við að liðið missti Fannar Frey í meiðsli.75-91 | 39. mín: Marvin setur öll fjögur í og munurinn er orðinn of mikill fyrir KR.75-87 | 39. mín: Martin skorar og Dagur Kár svarar. Helgi reynir þrist en klikkar. Stjarnan í sókn og lætur tímann vinna með sér. Dagur hittir ekki en Marvin blakar frákastinu í. Mikilvægt. Stjarnan vinnur svo boltann aftur. Junior gerir það. Tæpar tvær eftir og Marvin fer á vítalínuna. Þetta fer nú að vera komið. Tæknivilla á Brynjar Þór fyrir nöldur.73-83 | 37. mín: Jón var í erfiðri stöðu undir körfunni en villa dæmd á KR. Jón skorar úr báðum á vítalínunni og munurinn er aftur átta stig. Brynjar klikkar svo á þristi og Marvin er fyrstur fram og skorar. Tíu stig og leikhlé hjá KR.73-79 | 37. mín: Allt gengur KR í hag. Fimm stig í röð, Helgi með þrist í seinni sókninni. Fráköstin að skila sér. Sex stig og tæpar fjórar eftir.68-79 | 36. mín: Nú er allt að verða vitlaust. KR fær ekki ruðning í vörn á Hairston sem fær hönd í andlit frá Brynjari. Pavel reyndi að fiska ruðninginn og fékk viðvörun fyrir flopp. KR brunaði svo í sókn og dæmdur ruðningur á Martin eftir að Shouse fór í gólfið. KR-ingar eru brjálaðir.68-79 | 35. mín: Pavel að fórna sér í frákast og Helgi skilaði þessu heim. Ellefu stig og rúmar fimm eftir. Það er nóg eftir af þessum leik.62-77 | 34. mín: Helgi Már kveikir í KR-ingum með þristi. Það er enn von fyrir heimamenn. Fimmtán stig og tæpar sjö eftir.59-77 | 33. mín: Pavel búinn að fá tvær villur á skömmum tíma. Kominn með þrjár alls.57-75 | 31. mín: Hairston byrjaði fjórða leikhluta á að stela bolta og skora fyrstu stigin með troðslu.57-73 | Þriðja leikhluta lokið: 20 stig hjá Hairston í þriðja leikhluta. Ótrúlegt að sjá þennan kappa. Hann lokaði þriðja leikhlutanum með því að skora úr erfiðu færi eftir fínan varnarleik hjá Magna. En það er allt ofan í hjá kappanum - hann er kominn með 35 stig alls.57-71 | 30 mín: Ja, hérna hér. Maður á ekki orð. Allt galopið fyrir Shouse, svo tapar Helgi boltanum og Hairston refsar með þristi. Þvílíkur sprettur hjá Stjörnunni.57-64 | 29. mín: Annar þristur hjá Hairston. Junior-sýningin í fullum gangi. Watt svarar með lay-up fyrir KR. Svo fiskaði Hairston ruðning á Watt og sá síðarnefndi svaraði með því að kasta boltanum í dómara. Tæknivilla.55-56 | 28. mín: Þristur hjá Hairston. Hann er allt í öllu, þvílík frammistaða. Er svo hársbreidd frá því að verja lay-up hjá Brynjari en KR-ingurinn setur þetta niður.53-53 | 27. mín: Pavel að setja niður afar mikilvægan þrist fyrir KR. Sjáum hvað þetta gerir fyrir heimamenn.50-51 | 25. mín: Enn er Hairston að sækja stig með baráttu undir körfunni. Tvö stig og svo aukastigið niður.49-48 | 24. mín: KR komið yfir. Mikil barátta í gangi og KR-ingar hafa verið að djöflast mikið í upphafi síðari hálfleiks.43-46 | 22. mín: Fannar er enn utan vallar og virðist ekki geta stigið í hægri löppina. Það er þó verið að reyna að tjasla honum saman.43-44 | 21. mín: Jón SVerrisson skorar fyrstu stig síðari hálfleiks. Pavel svarar fyrir KR.Hálfleikur: Bæði lið eru með nákvæmlega sömu þriggja stiga nýtingu - 2/11. KR með 16/26 í 2ja og Stjarnan 17/27. KR leiðir í fráköstum, 19-17.Hálfleikur: Hairston er með fimmtán stig fyrir Stjörnunna (7/11 í 2ja) og tólf af sautján fráköstum liðsins alls í fyrri hálfleik. Watt er sömuleiðis með fimmtán stig fyrir KR en hann er með sex fráköst. Shouse er svo með tíu stig fyrir Stjörnuna og Pavel níu fyrir KR.41-42 | Fyrri hálfleik lokið: Stjörnumenn líta vel út en leiða bara með einu stigi. Helgi Már kláraði fyrri hálfleikinn vel fyrir KR-inga sem hafa þó verið nokkuð mistækir og eiga að geta spilað mun betur.37-40 | 19. mín: Hairston að halda þessu á floti fyrir Stjörnuna. Kominn með þrettán stig.37-36 | 17. mín: KR kemst yfir með rándýrum þrist Marvins. Ekkert nema net.34-36 | 16. mín: Stjarnan að reyna ítrekað að skora utan þriggja stiga líniunnar en ekkert gengur. KR-ingar saxa á forystu gestanna jafn óðum. Leikhlé.32-36 | 15. mín: Hairston er kominn aftur inn á. Shouse var svo að klikka á þristi og Martin svaraði með körfu. Fannar Freyr varð undir honum og nú virðist hann sárþjáður. Þetta lítur mun verra út en hjá Hairston. Fannar sneri sig á ökkla og er hjálpað af velli.28-34 | 14. mín: Hairston er utan vallar og virðist meiddur á hné. Hvaða áhrif hefur það?24-29 | 12. mín: Hairston setti það ekki fyrir að skutla sér á eftir boltanum með hausinn á undan beint á auglýsingaskilti. Þvílík barátta. Menn eru annars ekki að setja niður fyrstu skotin í öðrum leikhluta.24-29 | Fyrsta leikhluta lokið: Byrjaði rólega en þegar menn komust í gang þá fór loksins eitthvað að gerast hjá báðum liðum. Stjörnumenn líta vel út með 29 stig í fyrsta leikhluta.22-27 | 10. mín: Shouse sjóðheitur. Var að setja niður annan þrist. Pavel svaraði í sömu mynt. Leikmenn að snögghitna.10-18 | 8. mín: 10-0 spretti Stjörnunner er svarað með troðslu hjá Watt sem er með tíu stig af þessum tólf sem KR er með í leiknum.10-15 | 7. mín: 7-0 sprettur hjá Stjörnunni. Frákasta betur og það er að skila sér í stigum.10-11 | 5. mín: 2ja stiga skotnýting hjá liðunum til þessa: KR 4/4 - Stjarnan 4/9. En þá kemur Marvin og setur niður þrist. Stjarnan yfir. -9-8 | 5. mín: Stjarnan er að bjarga sér á sóknarfráköstum í upphafi leiksins. Baráttan fín hjá gestunum en skotin eru ekki að detta.9-6 | 4. mín: Öll stigin í teignum í upphafi leiks. Watt er þar gríðarlega öflugur og var að taka þar aukastig. Kominn með sjö af fyrstu níu stigum KR.4-2 | 2. mín: Watt leggur hann í körfuna og skorar loksins fyrstu stig leiksins. Leikmenn enn að stilla miðið en Junior svarar fyrir Stjörnuna. Þá kemur Watt bara með troðslu.0-0 | 1. mín: Stjörnumenn vinna uppkastið en bæði lið klikka í fyrstu sókninni.Fyrir leik: Leikmenn kynntir til leiks. Fín stemning í vesturbænum. Þetta verður athygliverður leikur, ég er viss um það.Fyrir leik: Vel mætt að venju í úrslitakeppninni hér í DHL-höllinni. Garðbæingar enn að týnast inn en þeir hljóta að fylla sinn hluta stúkunnar.Fyrir leik: Dagur Kár hefur verið að hita upp og er á skýrslu. Spurningin er nú hversu mikið hann getur beitt sér í kvöld.Fyrir leik: Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er í þjálfarateymi liðsins og mættur á hliðarlínuna í sínu fínasta pússi. Upphitun stendur nú yfir hjá leikmönnum og allt eins og það á að vera.Fyrir leik: KR hefur unnið alla fimm leiki sína sem hafa verið jafnir (unnist/tapast með mest fimm stigum). Semsagt 100 prósent sigurhlutfall í þessum flokki. Stjarnan hefur spilað í níu "jöfnum" leikjum á tímabilinu til þessa og unnið þrjá þeirra en tapað sex.Fyrir leik: KR hefur unnið fimmtán leiki í röð, takk fyrir kærlega. KR hefur ekki tapað deildarleik síðan Grindavík kom í heimsókn þann 9. janúar og vann, 105-98. Það er sæmilegur sprettur hjá þeim KR-ingum.Fyrir leik: Junior Hairston skilaði flottum tölum í síðasta leik (28/12) en Stjörnumenn þurfa stærra framlag frá Justin Shose (13/8) og Marvin Valdimarssyni (11 stig) í kvöld. Sigurður Dagur Sturluson gæti hitnað fyrir utan þriggja stiga línunnar og þá er spurning hvort að Dagur Kár Jónsson verði leikfær í kvöld. Hann meiddist í fyrsta leiknum og spilaði ekkert í öðrum leiknum.Fyrir leik: Þrennuvaktin verður á sínum stað í kvöld. Martin Hermannsson vantaði aðeins eitt frákast upp á þrefalda tvennu í síðasta leik og þá er Pavel Ermolinskij alltaf líklegur.Fyrir leik: Þó svo að langflestir reikni með því að KR komist áfram í lokaúrslitin skyldi enginn gerast svo frakkur að afskrifa Stjörnumenn. Þeir hafa sjálfsagt engan áhuga á að láta sópa sér úr leik. Það er allt hægt í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Teitur Örlygsson vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í 100 sigra í úrslitakeppninni. Hann yrði fyrstur Íslendinga til að ná þeim áfanga. Teitur, sem varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvík, vann 78 leiki með þeim grænu og hefur svo unnið 21 leik sem þjálfari Stjörnunnar.Fyrir leik: KR-ingar sögðu eftir fyrsta leikinn að þeir ætluðu að spila betur í næsta leik. Þeir stóðu við þau orð og var sigur liðsins í Garðabænum nokkuð öruggur.Fyrir leik: KR er með 2-0 forystu í einvíginu. Stjörnumenn voru reyndar hársbreidd frá því að vinna fyrsta leik liðanna í rimmunni hér í DHL-hölli en þristur Helga Más Magnússonar í blálokin tryggði KR-ingum framlengingu. Heimamenn höfðu svo betur í henni.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgjast með leik KR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum úrslitakepppni Domino's-deildar karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira