Enski boltinn

Juventus ítalskur meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte hefur unnið frábært starf hjá Juventus.
Antonio Conte hefur unnið frábært starf hjá Juventus. Vísir/Getty
Juventus varð Ítalíumeistari þriðja árið í röð, án þess þó að hafa leikið í dag.

Eftir tap Roma gegn Catania var ljóst að Rómverjar ættu ekki lengur möguleika á að komast upp fyrir Juventus.

Juventus er búið að sitja á toppi deildarinnar nær allt tímabilið og það var í raun ekki spurning hvort heldur hvenær liðið yrði meistari.

Juventus hefur gengið flest í haginn síðan Antonio Conte, fyrrum leikmaður liðsins, tók við sem þjálfari sumarið 2011. Eins og áður sagði hefur Juventus orðið ítalskur meistari þrjú ár í röð og á þessum þremur árum hefur liðið aðeins tapað sjö af 111 leikjum sínum í ítölsku deildinni.

Juventus leikur gegn Atalanta á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×