Fótbolti

Stigametið féll á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalíumeistarar Juventus fagna þriðja markinu gegn Cagliari.
Ítalíumeistarar Juventus fagna þriðja markinu gegn Cagliari. Vísir/Getty
Þremur leikjum er lokið í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Meistarar Juventus unnu 3-0 sigur á Cagliari á heimavelli, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark Marcos Silvestri, markvarðar Sardiníuliðsins, en hin tvö skoruðu Fernando Llorente og Claudio Marchisio.

Með sigrinum rauf Juventus 100 stiga múrinn og setti um leið nýtt stigamet í Serie A. Juventus endaði tímabilið með 102 stig, en gamla metið átti Inter sem fékk 97 stig tímabilið 2006-07.

Roma beið lægri hlut fyrir Genoa, 1-0, á útivelli, en Rómverjar töpuðu þremur síðustu leikjum sínum á tímabilinu. Ioannis Fetfatzidis skoraði eina mark leiksins.

Catania vann Atalanta 2-1 á heimavelli. Sigurinn skipti litlu máli fyrir Catania sem var þegar fallið úr deildinni. Fransesco Lodi og Gonzalo Bergessio skoruðu mörk Sikileyjarliðsins, en Moussa Koné mark Atalanta.

Í gær gerðu Udinese og Sampdoria 3-3 jafntefli. Antonio Di Natele skoraði þrennu í sínum síðasta leik á ferlinum, en hann verið í herbúðum Udinese frá árinu 2004.

Stefano Okaka, Éder og Roberto Soriano skoruðu mörk Sampdoria. Birkir Bjarnason sat allan tímann á bekknum, en hann hefur lítið spilað fyrir Sampdoria á síðustu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×