Ragnar: Fólkið fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2014 14:33 Ragnar Sigurðsson í landsleik. Vísir/Getty „Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
„Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti