Velferðarkerfi Kirkjunnar fyrir einstæðar mæður? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:31 Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar