Íslenski boltinn

KR-völlurinn klár fyrir stórleikinn í bikarnum annað kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ekki upp á tíu en er allur að koma til.
Ekki upp á tíu en er allur að koma til. Mynd/Facebook-síða Höskuldar Höskuldssonar.
Átta lið eru komin áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta og annað kvöld bætast átta lið til viðbótar í hópinn.

Eitt þeirra verður annaðhvort KR eða FH en þau eigast við í stórveldaslag annað kvöld sem sumir kalla hinn íslenska El Clásico.

KR spilar fyrsta heimaleik sumarsins í Frostaskjóli annað kvöld en völlur liðsins kom mjög illa undan vetri og hafa Íslandsmeistararnir þurft að spila í Laugardalnum eða víxla heimaleikjum sínum.

KR-ingar gáfu það út þegar dregið var að bikarleikurinn færi fram í vesturbænum og voru ekki allir vissir um að það tækist enda var völlurinn enn í slæmu ástandi fyrir tveimur vikum eins og Vísir greindi frá.

Svo virðist þó sem SveinbjörnÞorsteinsson, vallarstjóri KR-vallar, og aðstoðarmenn hans hafi unnið kraftaverk miðað við myndina sem sjá má hér að ofan. Völlurinn er langt frá því fullkominn en er kominn langa leið miðað við stöðuna fyrir rúmum tveimur vikum.

Myndina tók HöskuldurHöskuldsson, starfsmaður KR-útvarpsins, af vellinum í kvöld en búið er að strika hann og gera kláran fyrir stórleikinn annað kvöld.

Svona leit völlurinn út fyrir tveimur viku.Vísir/Daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×