Aníta var nálægt Íslandsmetinu - kvennasveit ÍR náði 4. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 14:47 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira