Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 16:09 Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 14. landsliðsmark í kvöld. Vísir/afp Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta gerðu jafntefli, 1-1, við Austurríki í vináttulandsleik sem fram fór á Tívolí-vellinum í Innsbruck í kvöld. Niðurstaðan var sanngjörn enda íslenska liðið ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Austurríkismenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik. Þeir héldu boltanum vel og byggðu upp sóknir af þolinmæði. Boltinn fór mikið í gegnum Marko Arnautovic, leikmann Stoke, á vinstri kantinum sem átti eftir að vera hættulegur allan leikinn.Marcel Sabitzer átti dauðafæri fyrir heimamenn strax á sjöundu mínútu en hann skallaði þá boltann framhjá eftir fyrirgjöf Arnautovic. Okkar menn heppnir að lenda ekki strax undir. Austurríki pressaði íslenska liðið framarlega og gerði varnarmönnum okkar erfitt fyrir. Lítil tenging var á milli varnar og miðju sem gerði það að verkum að varnarmennirnir þurftu að sparka hátt og langt. Þá bolta unnu Austurríkismenn og hófu aftur sóknaruppbyggingu. Vitað var að íslenska liðið myndi sakna Gylfa Þórs Sigurðssonar en mikilvægi hans var líklega undirstrikað í þessum leik. Þegar boltinn komst inn á miðju tapaðist hann nánast um leið. Aron Einar og Emil áttu mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Aron - líkt og alla íslenska liðið - var mun betri í seinni hálfleik. Fyrirliðinn komst verulega í takt við leikinn síðustu 25 mínúturnar þar sem hann vann þýðingarmikla varnarvinnu og skilaði boltanum betur frá sér. Það var eftir pressu Austurríkis sem heimamenn skoruðu fyrsta markið. Fyrirliðinn Aron Einar kom sér í erfiða stöðu úti á hægri kantinum og missti boltann frá sér í tvígang. KáriÁrnason kom út úr vörninni til að hjálpa honum og tæklaði boltann burt, en beint á leikmann Austurríkis. Þar með var vörnin galopin og fékk miðjumaðurinn Marcel Sabitzer sendingu inn fyrir og kláraði hann færið sitt ágætlega framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í markinu. Hann hitti boltann illa en í netið fór knötturinn. Framherjar íslenska liðsins sáust varla í fyrri hálfleik en þeir náðu sitthvoru skotinu á markið. Kolbeinn skaut í varnarmann eftir skemmtilegan einleik og þá fór Viðar Örn Kjartansson illa með gott færi eftir mistök austurrísku varnarinnar. Seinni hálfleikurinn gat ekki byrjað betur hjá íslenska liðinu. Kolbeinn Sigþórsson skallaði knöttinn í netið eftir 50 sekúndur eftir glæsilega aukaspyrnu Ara Freys Skúlasonar. Bakvörðurinn kórónaði flottan leik sinn með þessari stoðsendingu. Kolbeinn var þarna að skora sitt 14. landsliðsmark í 22 landsleikjum, hreint ótrúlegur árangur. Hann er nú í þriðja sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi ásamt þeim ArnóriGuðjohnsen og Ríkharði Daðasyni. Aðeins RíkharðurJónsson (17 mörk) og Eiður Smári Guðjohnsen (24 mörk) hafa skorað meira. Landsliðsþjálfararnir geta verið mun sáttari við seinni hálfleikinn því þar var allt annað að sjá íslenska liðið. Viljinn var meiri sem og krafturinn og þá gekk miklu betur að spila boltanum á milli manna. Færin voru þó af skornum skammti en í heildina náði Ísland aðeins tveimur skotum á markið. Austurríki sótti meira og átti nokkur fín skot en Hannes Þór stóð vaktina með miklum sóma í kvöld. Hann gat lítið gert í marki heimamanna en varði allt annað sem kom á rammann. Kolbeinn Sigþórsson var, eins og svo oft áður, erfiður viðureignar í framlínunni en þeir Viðar Örn Kjartansson, og Jón Daði Böðvarsson sem leysti hann af í framlínunni, náðu ekki að nýta sér kraftinn í markahróknum nægilega vel. Viðar Örn skilaði fínum klukkutíma en Jón Daði komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Eftir tvo tapleiki fyrr á árinu var gott fyrir strákana að ná allavega „stigi“ á útivelli þó um vináttuleik hafi verið að ræða. Þetta er eitthvað til að byggja á fyrir undankeppnina EM sem hefst í haust. Næst mætir Ísland landsliði Eista á Laugardalsvelli 4. júní. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta gerðu jafntefli, 1-1, við Austurríki í vináttulandsleik sem fram fór á Tívolí-vellinum í Innsbruck í kvöld. Niðurstaðan var sanngjörn enda íslenska liðið ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Austurríkismenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik. Þeir héldu boltanum vel og byggðu upp sóknir af þolinmæði. Boltinn fór mikið í gegnum Marko Arnautovic, leikmann Stoke, á vinstri kantinum sem átti eftir að vera hættulegur allan leikinn.Marcel Sabitzer átti dauðafæri fyrir heimamenn strax á sjöundu mínútu en hann skallaði þá boltann framhjá eftir fyrirgjöf Arnautovic. Okkar menn heppnir að lenda ekki strax undir. Austurríki pressaði íslenska liðið framarlega og gerði varnarmönnum okkar erfitt fyrir. Lítil tenging var á milli varnar og miðju sem gerði það að verkum að varnarmennirnir þurftu að sparka hátt og langt. Þá bolta unnu Austurríkismenn og hófu aftur sóknaruppbyggingu. Vitað var að íslenska liðið myndi sakna Gylfa Þórs Sigurðssonar en mikilvægi hans var líklega undirstrikað í þessum leik. Þegar boltinn komst inn á miðju tapaðist hann nánast um leið. Aron Einar og Emil áttu mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Aron - líkt og alla íslenska liðið - var mun betri í seinni hálfleik. Fyrirliðinn komst verulega í takt við leikinn síðustu 25 mínúturnar þar sem hann vann þýðingarmikla varnarvinnu og skilaði boltanum betur frá sér. Það var eftir pressu Austurríkis sem heimamenn skoruðu fyrsta markið. Fyrirliðinn Aron Einar kom sér í erfiða stöðu úti á hægri kantinum og missti boltann frá sér í tvígang. KáriÁrnason kom út úr vörninni til að hjálpa honum og tæklaði boltann burt, en beint á leikmann Austurríkis. Þar með var vörnin galopin og fékk miðjumaðurinn Marcel Sabitzer sendingu inn fyrir og kláraði hann færið sitt ágætlega framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í markinu. Hann hitti boltann illa en í netið fór knötturinn. Framherjar íslenska liðsins sáust varla í fyrri hálfleik en þeir náðu sitthvoru skotinu á markið. Kolbeinn skaut í varnarmann eftir skemmtilegan einleik og þá fór Viðar Örn Kjartansson illa með gott færi eftir mistök austurrísku varnarinnar. Seinni hálfleikurinn gat ekki byrjað betur hjá íslenska liðinu. Kolbeinn Sigþórsson skallaði knöttinn í netið eftir 50 sekúndur eftir glæsilega aukaspyrnu Ara Freys Skúlasonar. Bakvörðurinn kórónaði flottan leik sinn með þessari stoðsendingu. Kolbeinn var þarna að skora sitt 14. landsliðsmark í 22 landsleikjum, hreint ótrúlegur árangur. Hann er nú í þriðja sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi ásamt þeim ArnóriGuðjohnsen og Ríkharði Daðasyni. Aðeins RíkharðurJónsson (17 mörk) og Eiður Smári Guðjohnsen (24 mörk) hafa skorað meira. Landsliðsþjálfararnir geta verið mun sáttari við seinni hálfleikinn því þar var allt annað að sjá íslenska liðið. Viljinn var meiri sem og krafturinn og þá gekk miklu betur að spila boltanum á milli manna. Færin voru þó af skornum skammti en í heildina náði Ísland aðeins tveimur skotum á markið. Austurríki sótti meira og átti nokkur fín skot en Hannes Þór stóð vaktina með miklum sóma í kvöld. Hann gat lítið gert í marki heimamanna en varði allt annað sem kom á rammann. Kolbeinn Sigþórsson var, eins og svo oft áður, erfiður viðureignar í framlínunni en þeir Viðar Örn Kjartansson, og Jón Daði Böðvarsson sem leysti hann af í framlínunni, náðu ekki að nýta sér kraftinn í markahróknum nægilega vel. Viðar Örn skilaði fínum klukkutíma en Jón Daði komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Eftir tvo tapleiki fyrr á árinu var gott fyrir strákana að ná allavega „stigi“ á útivelli þó um vináttuleik hafi verið að ræða. Þetta er eitthvað til að byggja á fyrir undankeppnina EM sem hefst í haust. Næst mætir Ísland landsliði Eista á Laugardalsvelli 4. júní.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn