Fellur 21 árs gamalt heimsmet í hástökki í Róm í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:45 Ólympíumeistarinn Ivan Ukohv er búinn að stökkva 2,41 metra utanhúss á árinu. Vísir/getty Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira