Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2014 15:30 Birkir Bjarnason slær á létta strengi með Guðlaugi Victori Pálssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason. Íslenski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason.
Íslenski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki