Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2014 15:30 Birkir Bjarnason slær á létta strengi með Guðlaugi Victori Pálssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason. Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason.
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira