Fótbolti

Borguðu 300 þúsund fyrir hverja mínútu

Arnar Björnsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason er á förum frá Sampdoria en þangað kom hann frá Pescara á sameiginlegum eignarhaldssamning.

Birkir kom við sögu í 14 leikjum með Sampdoria á síðustu leiktíð, byrjaði inná í 8 leikjum og var varamaður í 6 í serie A.  Alls spilaði Birkir í 695 mínútur með Sampdoria sem hafnaði í 12. sæti í deildinni.  Birkir lék 2 leiki i bikarnum og skoraði í 4-1 sigri á liði Hellas Verona, liði Emils Hallfreðssonar.

Samkvæmt ítalska miðlinum Il Seculo borgaði Sampdoria rúmar 300 þúsund krónur fyrir hverja mínútu sem landsliðsmaðurinn spilaði í treyju Sampdoria. Birkir var í náðinni hjá Delio Rossi en þegar hann var rekinn í nóvember tók Siniša Mihajlović við liðinu og þá fækkaði tækifærum hans.   

Birkir byrjaði aðeins þrisvar og kom inná í 5 leikjum undir stjórn Serbans Mihajlović . Samdoria ákvað að losa Birki undan samningi og því er landsliðsmaðurinn alfarið í eigu Pescara en líðið varð í 15. sæti í B-deildinni á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Birkir yfirgefur Sampdoria

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á förum frá Sampdoria eftir aðeins eitt ár hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×