Ísland í öðru sæti í Georgíu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. júní 2014 22:15 Hafdís átti góðan dag Mynd/gunnlaugur júlíusson Ísland er í öðru sæti eftir fyrri keppnisdag í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Keppt er í Georgíu og er keppnin um tvö efstu sætin jöfn og spennandi. Til að komast upp í aðra deild þar Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum keppninnar og er liðið því í góðri stöðu fyrir seinni keppnisdaginn en besti árangur Íslands til þessa er fjórða sætið í 3. deild. Kýpur er í efsta sæti með 273 stig. Ísland kemur þar á eftir með 265 og rétt á eftir Íslandi er Ísrael með 262 stig. Það þarf því allt að ganga upp á morgun ætli Ísland upp um deild eins og liðið stefnir á. Íslandsmetið og tveir sigrar hápunktarnirAlls var keppt í 21 grein í dag og hafa staðfest úrslit borist í öllum greinum nema 5000 metra hlaupi karla þar sem Kári Steinn Karlsson keppti. Meðal hápunkta dagsins er frábært Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi karla og sigur Hafdísar Sigurðardóttur í 400 metra hlaupi kvenna en hún náði að auki öðru sæti í þrístökki. Frábær dagur hjá henni. Kristinn Torfason vann sína grein, langstökk karla en árangur Íslendinganna í dag má finna hér að neðan fyrir utan hlaup Kára Steins en úrslitaþjónusta mótshaldara í Georgíu er engin en blaðamaður mbl hefur gert sitt besta til að koma úrslitum við erfiðar aðstæður til skila. Árangur íslensku keppendanna í dagHilmar Örn Jónsson hafnaði í þriðja sæti í sleggjukasti karla en hann kastaði lengst 65,88 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson varð í fjórða sæti í kúluvarpi karla. Hann kastaði 17,76 metra og var nokkuð frá sínu besta en besta kast hans á árinu er 18,12 metrar. Kristín Birna Ólafsdóttir varð önnur í 400 metra grindahlaupi. Hún hljóp á 59,55 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir náði 3. sæti í stangarsstökki kvenna. Hún stökk yfir 3,50 metra. Ívar Kristinn Jasonarson varð fimmti í 400 metra grindarhlaupi karla á tímanum 53,27 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir varð önnur í þrístökki. Hún stökk 13,04 metra sem er hennar besti árangur og var aðeins 14 sentimetrum frá Íslandsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur. Hafdís keppti aftur síðar um daginn og gerði sér þá lítið fyrir og vann 400 metra hlaup kvenna á 55,07 sekúndum. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir hljóp 100 metrana á 11,82 sekúndum sem skilaði henni 3. sæti. Ásdís Hjálmsdóttir keppti snemma dags í kringlukasti og hafnaði í fimmta sæti með 41,72 metra kast. Ásdís keppti einnig í spjótkasti og þar kastaði hún 54,07 metra sem er nokkuð frá hennar besta en dugði engu að síður í annað sætið. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð fimmti í 100 metra hlaupi karla á 10,79 sekúndum. Hans besti tími er 10,71 sem hann setti í síðustu viku. Erfitt er að ná sínum besta árangri í hitanum í Georgíu. Hlynur Andrésson varð í sjöunda sæti í 1500 metra hlaupi karla á 3 mínútum og 57,81 sekúndum. Hann var svo dæmdur úr leik fyrir að hafa stigið á línu. Trausti Stefánsson varð þriðji í 400 metra hlaupi karla á 48,09 sekúndum. Kristinn Torfason stökk 7,62 metra í langstökki karla sem lengst allra í greinni. Flottur sigur hjá honum. Aníta Hinriksdóttir hljóp 800 metrana á 2:02,70 mínútum og það dugði henni í annað sætið. Helga Guðný Elíasdóttir varð sjöunda í 3000 metra hindrunarhlaupi á 12:27,81 mínútum. Kvennasveit Íslands náði öðru sæti í fjórum sinnum 100 metra boðhlaupi á 46,44 sekúndum. Hrafnhildur Eir, Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Erla Davíðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir hlupu fyrir Ísland. Karlasveit Íslands í 100 metra boðhlaupi hafnaði einnig í öðru sæti og það á nýju Íslandsmeti. Kolbeinn Höður Gunnarsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ari Bragi Kárason og Juan Ramon Borges Bosque hlupu á 40,84 sekúndum. Fyrra metið frá árinu 1996 var 41,19 sekúndur. Arndís Ýr Hafþórsdóttir kom fjórða í mark í 3000 metra hlaupi kvenna á 10:01,8 mínútum. Einar Daði Lárusson keppti í hástökki og hafnaði í sjöunda sæti þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Ísland er í öðru sæti eftir fyrri keppnisdag í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Keppt er í Georgíu og er keppnin um tvö efstu sætin jöfn og spennandi. Til að komast upp í aðra deild þar Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum keppninnar og er liðið því í góðri stöðu fyrir seinni keppnisdaginn en besti árangur Íslands til þessa er fjórða sætið í 3. deild. Kýpur er í efsta sæti með 273 stig. Ísland kemur þar á eftir með 265 og rétt á eftir Íslandi er Ísrael með 262 stig. Það þarf því allt að ganga upp á morgun ætli Ísland upp um deild eins og liðið stefnir á. Íslandsmetið og tveir sigrar hápunktarnirAlls var keppt í 21 grein í dag og hafa staðfest úrslit borist í öllum greinum nema 5000 metra hlaupi karla þar sem Kári Steinn Karlsson keppti. Meðal hápunkta dagsins er frábært Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi karla og sigur Hafdísar Sigurðardóttur í 400 metra hlaupi kvenna en hún náði að auki öðru sæti í þrístökki. Frábær dagur hjá henni. Kristinn Torfason vann sína grein, langstökk karla en árangur Íslendinganna í dag má finna hér að neðan fyrir utan hlaup Kára Steins en úrslitaþjónusta mótshaldara í Georgíu er engin en blaðamaður mbl hefur gert sitt besta til að koma úrslitum við erfiðar aðstæður til skila. Árangur íslensku keppendanna í dagHilmar Örn Jónsson hafnaði í þriðja sæti í sleggjukasti karla en hann kastaði lengst 65,88 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson varð í fjórða sæti í kúluvarpi karla. Hann kastaði 17,76 metra og var nokkuð frá sínu besta en besta kast hans á árinu er 18,12 metrar. Kristín Birna Ólafsdóttir varð önnur í 400 metra grindahlaupi. Hún hljóp á 59,55 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir náði 3. sæti í stangarsstökki kvenna. Hún stökk yfir 3,50 metra. Ívar Kristinn Jasonarson varð fimmti í 400 metra grindarhlaupi karla á tímanum 53,27 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir varð önnur í þrístökki. Hún stökk 13,04 metra sem er hennar besti árangur og var aðeins 14 sentimetrum frá Íslandsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur. Hafdís keppti aftur síðar um daginn og gerði sér þá lítið fyrir og vann 400 metra hlaup kvenna á 55,07 sekúndum. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir hljóp 100 metrana á 11,82 sekúndum sem skilaði henni 3. sæti. Ásdís Hjálmsdóttir keppti snemma dags í kringlukasti og hafnaði í fimmta sæti með 41,72 metra kast. Ásdís keppti einnig í spjótkasti og þar kastaði hún 54,07 metra sem er nokkuð frá hennar besta en dugði engu að síður í annað sætið. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð fimmti í 100 metra hlaupi karla á 10,79 sekúndum. Hans besti tími er 10,71 sem hann setti í síðustu viku. Erfitt er að ná sínum besta árangri í hitanum í Georgíu. Hlynur Andrésson varð í sjöunda sæti í 1500 metra hlaupi karla á 3 mínútum og 57,81 sekúndum. Hann var svo dæmdur úr leik fyrir að hafa stigið á línu. Trausti Stefánsson varð þriðji í 400 metra hlaupi karla á 48,09 sekúndum. Kristinn Torfason stökk 7,62 metra í langstökki karla sem lengst allra í greinni. Flottur sigur hjá honum. Aníta Hinriksdóttir hljóp 800 metrana á 2:02,70 mínútum og það dugði henni í annað sætið. Helga Guðný Elíasdóttir varð sjöunda í 3000 metra hindrunarhlaupi á 12:27,81 mínútum. Kvennasveit Íslands náði öðru sæti í fjórum sinnum 100 metra boðhlaupi á 46,44 sekúndum. Hrafnhildur Eir, Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Erla Davíðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir hlupu fyrir Ísland. Karlasveit Íslands í 100 metra boðhlaupi hafnaði einnig í öðru sæti og það á nýju Íslandsmeti. Kolbeinn Höður Gunnarsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ari Bragi Kárason og Juan Ramon Borges Bosque hlupu á 40,84 sekúndum. Fyrra metið frá árinu 1996 var 41,19 sekúndur. Arndís Ýr Hafþórsdóttir kom fjórða í mark í 3000 metra hlaupi kvenna á 10:01,8 mínútum. Einar Daði Lárusson keppti í hástökki og hafnaði í sjöunda sæti þegar hann stökk yfir 1,90 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn