Íslenski boltinn

Valur vann í Eyjum

vísir/valli
Valur vann góðan sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld þrátt fyrir að hafa lent marki undir.

Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á sextándu mínútu en Hildur Antonsdóttir jafnaði metin á 33. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði svo sigurmark Vals um miðjan síðari hálfleikinn.

Þetta var annar sigur Vals í röð en liðið er í þriðja sæti með fjórtán stig. ÍBV er í sjöunda sætinu með tólf stig.

Þór/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli á Akureyri og Blikar unnu nauman 1-0 sigur á ÍA á Akranesi með marki Aldísar Köru Lúðvíksdóttur á 43. mínútu.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með sextán stig, fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Þór/KA og Fylkir eru með fjórtán stig, rétt eins og Valur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×